• Beiðni um aðgang að persónuupplýsingum

  Þetta eyðublað er ætlað einstaklingum sem óska eftir aðgangi að persónuupplýsingum sem veittar hafa verið flokknum eða flokkurinn hefur aflað sér. Almenn lýsing á öflun og vinnslu persónuupplýsinga er sett fram í persónuverndarstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem hægt er að nálgast á heimasíðu flokksins www.xd.is Til þess að unnt sé að hefja vinnslu í kjölfar beiðni þarf beiðandi að veita neðangreindar auðkennisupplýsingar. Upplýsinganna er einungis aflað í þeim tilgangi að vinna úr beiðni þessari og koma upplýsingum í hendur beiðanda að vinnslu lokinni.

  Uppfært 10.08.2022

 • Framboð í stjórnir málefnanefnda á landsfundi 2022

  Á landsfundi eru stjórnir átta málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins kjörnar til þess að leiða málefnastarfið milli landsfunda. Landsfundur flokksins kýs fimm manns í stjórn hverrar málefnanefndar. Formenn nefnda eru þeir sem flest atkvæði hljóta. Allir flokksmenn geta boðið sig fram, óháð því hvort þeir sitja landsfund. Við hvetjum áhugasama eindregið til að bjóða sig fram með því að skrá framboð sitt hér. Málefnanefndir eru skipaðar með hliðsjón af nefndaskipan Alþingis.

  Uppfært 28.09.2022

 • Landsfundur

  44. landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram í Laugardalshöll 4. - 6. nóvember nk. Kjörgengir eru flokksbundnir Sjálfstæðismenn.

  Uppfært 12.08.2022