• Hringdu í kjósendur!

  Við viljum vera í góðu sambandi við kjósendur flokksins. Fátt er betra en milliliðalaus samskipti, einlægt spjall um daginn, veginn og pólitíkina. Í aðdraganda kosninga munum við heyra í fólki og kynna áherslur okkar og stefnumál. Hefur þú tök á því að draga upp símann?

  Uppfært 24.06.2021

 • Mótaðu stefnuna!

  Stefna flokksins er í sífelldri endurskoðun hjá málefnanefndum flokksins. Í nefndunum eiga sér stað frjóar og oft líflegar umræður um það hvað Sjálfstæðisflokkurinn eigi að setja á oddinn á hverjum tíma, hverjar áherslur í einstaka málaflokkum eigi að vera. Allir flokksmenn geta tekið þátt í störfum málefnanefndanna, og haft þannig áhrif á stefnu flokksins. Vilt þú taka þátt í því?

  Uppfært 30.06.2021

 • Skráning í 2021

  Bjóddu vinnufélögunum, saumaklúbbnum, ókunnugum eða hreinlega hverjum sem er heim til þín. Ef þú nærð 20 manns á fund, milli kl. 20:00 og 21:00, þá mætum við með 21. gestinn á svæðið og förum yfir það helsta sem brennur á fólki. Hér er hægt að óska eftir 3 óskagestum og við reynum að verða við beiðninni. Reynt verður að verða við öllum beiðnum sem berast en erfitt getur verið að verða við beiðni sem kemur með skemri en 36 klst. fyrirvara fyrir viðburð.

  Uppfært 30.06.2021

 • Vertu á miðlunum!

  Sjálfstæðisflokkurinn heldur úti virkri upplýsingamiðlun á öllum helstu samfélagsmiðlunum. Samfélagsumræðan er farin að færast í auknu mæli á þessa miðla og við viljum taka þátt í henni á þeim vettvangi. Getur þú aðstoðað okkur við að halda merkjum flokksins á lofti á þessum miðlum?

  Uppfært 24.06.2021

 • Vertu skapandi!

  Sjálfstæðisflokkurinn er fjöldahreyfing og margar af bestu hugmyndunum koma frá fólki í starfinu. Við erum alltaf að viða að okkur nýjum hugmyndum. Kannt þú að gera meme, ertu með hugmyndir að efni fyrir samfélagsmiðla eða ertu einfaldlega skapandi, frjór og hugmyndaríkur einstaklingur. Við viljum heyra frá þér.

  Uppfært 24.06.2021