-
Framboð í stjórnir málefnanefnda á landsfundi 2025
Á landsfundi eru stjórnir átta málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins kjörnar til þess að leiða málefnastarfið milli landsfunda. Landsfundur flokksins kýs fimm manns í stjórn hverrar málefnanefndar. Formenn nefnda eru þeir sem flest atkvæði hljóta. Allir flokksmenn geta boðið sig fram, óháð því hvort þeir sitja landsfund. Við hvetjum áhugasama eindregið til að bjóða sig fram með því að skrá framboð sitt hér. Málefnanefndir eru skipaðar með hliðsjón af nefndaskipan Alþingis.
Uppfært 15.01.2025
-
Landsfundur
44. landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram í Laugardalshöll 28. febrúar. - 2. mars nk. Kjörgengir eru flokksbundnir Sjálfstæðismenn. EKKI ER HÆGT AÐ TRYGGJA ÖLLUM SÆTI, SJÁ NÁNAR HÉR AÐ NEÐAN.
Uppfært 15.01.2025