• Framboð í miðstjórn á landsfundi 2025

    Á landsfundi eru sex fulltrúar kosnir í miðstjórn. Miðstjórn ber ábyrgð á öllu innra starfi flokksins, hefur eftirlits- og úrskurðarvald um allar framkvæmdir á vegum hans, hefur umráð yfir eignum og gætir þess að skipulagsreglum sé fylgt.

    Uppfært 09.02.2025

  • Framboð í stjórnir málefnanefnda á landsfundi 2025

    Á landsfundi eru stjórnir átta málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins kjörnar til þess að leiða málefnastarfið milli landsfunda. Landsfundur flokksins kýs fimm manns í stjórn hverrar málefnanefndar. Allir flokksmenn geta boðið sig fram, óháð því hvort þeir sitja landsfund. Við hvetjum áhugasama eindregið til að bjóða sig fram með því að skrá framboð sitt hér. Málefnanefndir eru skipaðar með hliðsjón af nefndaskipan Alþingis.

    Uppfært 06.02.2025